Annað tölublað fréttabréfs Upplýsingar árið 2007 er komið út og var því dreift í vikunni. Borgarbókasafn er forsíðusafn blaðsins og í grein um safnið kemur fram sú kröftuga og metnaðarfulla starfsemi sem þar fer fram. Venju samkvæmt er efni frá aðalfundi og starfi félagsins á síðastliðnu ári fyrirferðarmikið í blaðinu.


Þeir félagsmenn sem ekki fengu blaðið sent eru hvattir til að láta vita af því með tölvupósti til stjórnar á netfangið [email protected].


Ath. að aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir árið 2007 fengu blaðið sent.