Í lok júni kom tilkynning frá IFLA um að næsta WLIC ráðstefna yrði haldin í Dubai. Fréttin olli miklu fjaðrafoki í bókavarðafélögum á Norðurlöndum, enda var ákvörðunin tekin að samþykktum skilmálum um ritskoðun á dagskrá hennar af stjórnvöldum í Dubai.

Á fundi norrænu félaganna sunnudaginn 20. ágúst tilkynntu sænsku, finnsku og norsku bókavarðafélögin að þau ætluðu sér að sniðganga ráðstefnuna og að þau myndu ekki styrkja sína félagsmenn til fararinnar auk þess sem einhver félög höfðu þegar haldið kosningu um sniðgönguna. Danska bókavarðafélagið og Upplýsing voru ekki tilbúin að taka jafn harða afstöðu, meðal annars vegna þess fjölmenningarlega umhverfis sem IFLA starfar í en ekki síður vegna þess að umræðan um þessi mál hafði ekki átt sér stað innan Upplýsingar.

Á aðalfundi IFLA (General assembly) miðvikudaginn 23. ágúst, lögðu fulltrúar frá Karolinska institutet fram tillögu um að aðalfundur styðji ekki við tillögu um að halda aðalfundi og ráðstefnu næsta ár í Dubai vegna hættu á að umfjöllunarefni ráðstefnunnar verði ritskoðað. Hins vegar feli aðalfundur framkvæmdastjórn IFLA (Governing board) að finna annan tíma fyrir aðalfund IFLA, þó ekki síðar en í október 2024 og verði bæði boðið um á viðveru og fjarfund (hybrid). Þessi tillaga var samþykkt með 76.57% atvæða. Niðurstaðan varð því sú að ráðstefnan sjálf verður haldin í Dubai, en líklega mæta bókavarðafélög Norðurlanda ekki.

Frá vinstri; Jaap Nabeer (gjaldkeri), lögfræðingur IFLA og fráfarand forseti IFLA, Barbara Lison.