Skrifað um líf – Um sjálfsævisögur fyrr og nú

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, lektor í bókmenntafræði, heldur fyrirlestur um þetta
áhugaverða efni á vegum Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræða
næstkomandi fimmtudag. Fyrirlesturinn verður 15. janúar kl. 16-17 í fyrirlestrarsal
Þjóðarbókhlöðu.

Gunnþórunn hefur kennt við Háskóla Íslands frá árinu 2004. Hún er með BA gráðu í
almennri bókmenntafræði og þýsku (Háskóli Íslands), MA í evrópskum
samanburðarbókmenntum (University of Kent) og PhD í samanburðarbókmenntafræði
(University of London).

Fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar