Upplýsing býður félagsmönnum til morgunkorns, fimmtudaginn 13. mars 2014
í Bókasafni Kópavogs. Boðið verður upp á kaffi og morgunsnarl að venju.
Hér er skráningarslóðin, https://docs.google.com/forms/
Martin Sörensen, fjallar um *TEDxReykjavík*-viðburðinn sem er eftirmynd hinna vel þekktu TED-viðburða (www.TED.com <http://www.ted.com/>),
en myndböndin frá þeim telja á annað þúsund og hafa náð gríðarlegri
útbreiðslu. TEDxReykjavík er í raun smærri útgáfa slíkra viðburða,
skipulögð með þeim hætti sem hentar þessari borg og íbúum hennar.
Þannig reynir TEDxReykjavík að fá íslenska mælendur sem höfða til fólks í
nærumhverfinu, en með alþjóðlega skírskotun þó. Markmiðið er í stuttu
máli
að ljá góðum hugmyndum vængi í því augnamiði að hafa jákvæð áhrif á
samfélagið. Martin mun kynna TED samfélagið og velta upp hugmyndum um
það hvernig bókasöfnin geta notfært sér efnið í þágu notenda sinna.
Næsti TEDxReykjavík fer fram 17. maí 2014. Reynt er eftir fremsta megni
að velja mælendur sem hafa nýjar hugmyndir til að deila og geta vakið
áhuga
og innblástur.
Jóhannes Martin L Sörensen, starfar sem kynningarfulltrúi Tjarnarbíós
auk þess að vera umsjónaraðili TEDxReykjavík. Hann hefur áður starfað
hjá Franska sendiráðinu á Íslandi. Hann stefnir að því að ljúka MPM
gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík í vor.
Staður: Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a í Kópavogi
Stund: 8:30-9:30, fimmtudaginn 13. mars.
Verð: Frítt fyrir félagsmenn Upplýsingar, kr. 1500 fyrir aðra.