Nýjar sögur og gamlar – Arndís Þórarinsdóttir

Næsta morgunkorn Upplýsingar verður þann 23. nóvember 2023 kl. 9:00-10:00 á Bókasafni Mosfellsbæjar

Arndís Þórarinsdóttir kemur til okkar og fjallar um bækur sínar, nýjar og gamlar. Arndís er margverðlaunaður barnabókahöfundur. Hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 í flokki barna- og ungmennabóka, Fjöruverðlaunin 2023 í sama flokki og Barnabókaverðlaun Reykjavíkur 2023 fyrir frumsamið verk. Bók hennar Kollhnís var auk þess tilnefnd til barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2023.

Húsið opnar kl. 8.45 með kaffiveitingum.

Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þau sem vilja mæta á staðinn eru beðin um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 22. nóvember kl. 16.00.