Upplýsíngar eru ígildi valds (e. information is power). Hvernig og hvaðan við fáum upplýsingar sem og hvernig við vinnum úr þeim hefur allt að segja um hvernig afstaða okkar mótast. Sú afstaða hefur svo áhrif á samfélagsumræðuna með einum eða öðrum hætti og mótar þannig það samfélag sem við búum í hverju sinni.

Bókasöfn hafa í áratugi talað um hugtakið upplýsingalæsi sem lykilhugtak bókasafns- og upplýsingafræða. En hvað vitum við sem fagstétt um upplýsingalæsi og hvernig erum við að vinna með hugtakið í störfum okkar -ef yfirleitt?

Fjölmiðlanefnd sem hefur verið starfandi frá 2011 hefur í kjölfar frétta um markvissar falsfréttir undanfarinna ára og vaxandi upplýsingaóreiðu eins og það er kallað, unnið markvisst að því sl. misseri að finna leiðir til að efla miðlalæsi. Nefndin kallaði nýlega til samvinnu þeirra sem vinna með upplýsingar og miðla. Í því samhengi er mjög mikilvægt að bókasöfn taki þátt í að móta umræðuna og hafa þannig bein áhrif á skilning samfélagsins  á hugtakinu upplýsingalæsi eins og unnið er með það í starfi bókasafna.

Sara Stef. Hildardóttir er gestur Morgunkorns að þessu sinni. Sara er fyrrverandi forstöðukona bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík og starfar nú sem verkefnastjóri rannsóknarþjónustu og Opins aðgangs á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

 

Morgunkorni verður kl. 09:00 24.mars á Teams.