Bókasafnasjóður, Bókasafnaráð og Upplýsing

Næsta morgunkorn Upplýsingar verður þann 25. janúar 2024 kl. 9:00-10:00 í fyrirlestarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns

Á morgunkorninu verða Helgi Sigurbjörnsson og Siggerður Ólöf Sigurðardóttir með kynningu á Bókasafnasjóði og Bókasafnaráði.

Upplýsing mun einnig kynna starfsemi sína fyrir nemendum í Upplýsingafræði sem er sérstaklega boðið á morgunkornið að þessu sinni.

Húsið opnar kl. 8.45 með kaffiveitingum.

Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þau sem vilja mæta á staðinn eru beðin um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 24. janúar kl. 16.00.