Marteinn Knaran Ómarsson fjallar um glæpasögur
Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í Borgarbókasafninu Kringlunni á Bókasafnsdaginn þann 6. september 2024 kl. 9:00-10:00.
Þórný Hlynsdóttir formaður Upplýsingar opnar fundinn og Marteinn Knaran Ómarsson heldur fyrirlestur sem ber heitið „Af túristadrápum og kviðristumorðum“ og fjallar um raðmorðingja og glæpasögur í menningunni.
Húsið opnar kl. 8:45 með kaffiveitingum.
Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þau sem vilja mæta á staðinn eru beðin um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 4. september kl. 16:00.