Skráning er hafin á næsta Morgunkorn Upplýsingar sem verður fimmtudaginn 7. febrúar n.k. í Norræna húsinu.
Óhætt er að lofa skemmtilegri og forvitnilegri heimsókn til Ágústu og Margrétar í bókasafni Norræna hússins en þær munu segja frá Bókamessunni í Gautaborg, væntanlegum höfundakvöldum, skólaheimsóknum í húsið, rafbókaútlánum og að lokum sýna stutta heimildamynd um Norræna húsið og Alvar Aalto arkitekt hússins.
Verðið er 1000 krónur fyrir félagsmenn en 1500 fyrir aðra