Upplýsing gengst fyrir námskeiði um það að kenna upplýsingalæsi. Skrá mig á námskeiðið. Hér að neðan er stutt lýsing á námskeiðinu en ef þú vilt vita meira þá smelltu hér.  Verð fyrir félagsmenn Upplýsingar er kr. 10.000 en fyrir aðra kr. 18.000. Athugið að verð nær því ekki að dekka kostnað af námskeiðinu – það er því niðurgreitt af Upplýsingu.



Fyrri dagur (fimmtudagur 18. feb.): kl. 13-16



Inngangur: um námskeiðið


Um upplýsingalæsi – farið yfir hugtakið og fjallað um stóru myndina: hvað er það, hvert er markmiðið, markhópar, hvað er kennt  osv. frv.  (Þórdís Þórarinsdóttir)


Nýjar (og gamlar) aðferðir við vistun og miðlun upplýsinga (Hróbjartur Árnason)


Svona gerum við. Áherslur í kennslu um efnið í Háskólanum á Akureyri (Astrid Margrét Magnúsdóttir)


 


 Seinni dagur (föstudagur 19. feb): 09:00 – 12:00   



Að kenna upplýsingalæsi – farið yfir kennslufræðilegar forsendur og  aðferðir sem „leikmenn“ geta notað í kennslu. Fjallað um í hverju munurinn liggur við að kenna fullorðnu fólki og svo skólafólki – en margir í faginu starfa á stofnunum eða sérfræðisöfnun þar sem einnig er mikilvægt að kenna starfsmönnum sitt lítið um upplýsingalæsi. Áherslan er á hagnýt atriði. Kennslan verður brotin upp með stuttum verkefnum. (Hróbjartur Árnason)