Upplýsing og SBU halda síðustu opnu vinnustofurnar undir yfirskriftinni „Stefnumót við framtíðina“. Vinnustofurnar eru ókeypis og opnar öllum starfsmönnum bóka- og skjalasafna.Þær verða haldnar í kennslustofu Þjóðarbókhlöðu á 4. hæð kl. 8:30 – 10:30 þá
daga sem tilgreindir eru hér að neðan. Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir, upplýsingafræðingur MLIS. Hér er skráningarslóðin https://docs.google.com/forms/d/1P20WLEZRGh1Qq67Bh9xg0xQC6q9yYqNtK9EHAIHFZWE/viewform
(fimmtudaginn 26. sept, fimmtudaginn 3. okt og föstudaginn 4. okt.)

Búið er að halda 14 vinnustofur um land allt og hafa um það bil 250 manns sótt þær frá ýmsum safnategundum og skjalasöfnum. Hafa þær gengið vel og fólk farið ánægt út í daginn með margt í kollinum til þess að hugsa um.

Á vinnustofunni verður farið yfir þær breytingar sem eru að verða í vinnuumhverfi safnanna og velt vöngum yfir áhrifum þeirra á störf okkar. Þá verður rætt um ímynd stéttarinnar og hvernig hægt er að styrkja hana og vonandi fæst innlegg frá ykkur um hvernig við getum best haft áhrif svo atvinnu- og framtíðarmöguleikar starfsmanna verði sem bestir. Endilega skráðu þig hér að neðan og vertu með. Saman göngum við sterkari til móts við framtíðina. Auglýst með fyrivara þar sem þátttaka verður að vera nægjanleg til að halda vinnustofurnar.