Kæru félagar í Upplýsingu

Af óviðráðanlegum ástæðum eru framundan nokkrar breytingar á stjórn félagsins.

Jóhann Heiðar Árnason sem kjörinn var formaður sneri aftur úr leyfi í febrúar en hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður. Jóhann Heiðar hefur verið í leyfi frá störfum síðan í nóvember og í fjarveru hans hefur María Bjarkadóttir, kjörinn varaformaður, tekið að sér verkefni formanns.

Á stjórnarfundi Upplýsingar þann 27/2 2019 tók stjórnin ákvörðun um að Oddfríður Helgadóttir, sem er meðstjórnandi, taki við sem formaður og sitji fram að aðalfundi í maí. Á sama tíma gengur Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, sem tók sæti sem varamaður í stjórn á meðan á leyfi Jóhanns stóð, úr stjórn. Jóhann Heiðar mun sitja sem meðstjórnandi og María situr áfram sem varaformaður, kjörtímabil beggja embætta renna út í maí.

Stjórn félagsins verður því skipuð eftirfarandi aðilum:

Oddfríður Steinunn Helgadóttir, formaður
María Bjarkadóttir, varaformaður
Anna Sjöfn Skagfjörð, gjaldkeri
Þórunn Erla Sighvats, ritari
Jóhann Heiðar Árnason, meðstjórnandi

Breytingarnar taka gildi 1. mars 2019.

 

Með kveðju fyrir hönd stjórnar,

María Bjarkadóttir

starfandi formaður Upplýsingar