Norræn ráðstefna tónlistarháskólabókasafna verður haldin í Reykjavík 16.
– 18. júní í sumar.  Þema hennar er: „Tónlistarsöfn í dag og á morgun: Bókasafnsfræðingurinn sem kennari“ (Music Libraries Today and Tomorrow – The Music Librarian as a Pedagogical Resource).  Bókasafn Listaháskóla Íslands sem sér um undirbúning ráðstefnunnar.


Áður hefur ráðstefnan verið haldin í Svíþjóð og Finnlandi. Upplýsingar um eldri ráðstefnur má finna á heimasíðu þeirra: http://bibl.imh.se/konferens.htm
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Jane Gottlieb, forstöðumaður
bókasafns og upplýsingaþjónustu Julliard Háskólans í New York. Mun hún
segja frá notendafræðslu í Julliard og nefnir hún fyrirlestur sinn  „The
Nature of Music Bibliography Classes in the 21st Century“. Auk Jane
Gottlieb munu koma fyrirlesarar frá Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.


Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa á efni hennar og er ekkert ráðstefnugjald á hana.


Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu ráðstefnunnar:
http://pulaski.lhi.is/bokasafn/Conference/