Árleg úthlutun úr Ferðasjóði Upplýsingar var tilkynnt á aðalfundi félagsins þann 21. maí s.l. Alls bárust 38 umsóknir og hafa þær aldrei verið jafn margar. 2 drógu umsóknir sínar til baka, 4 höfðu ekki geitt verið nógu lengi í félaginu til að eiga rétt til styrks og 3 reyndust ekki vera félagar. Það voru því voru 27 sem áttu rétt samkvæmt viðmiðunarreglum sjóðsins. Ekki reyndist unnt að verða við öllum þessum umsóknum og ákvað stjórn sjóðsins því að þeir sem hafa verið félagar í 7 ár og hafa ekki fengið áður úthlutað styrk fengju styrki að þessu sinni. Í ár veitir Ferðasjóður Upplýsingar því 18 styrki.


Eftirtaldir hlutu styrk úr Ferðasjóði árið 2007:

Eva Sóley Sigurðardóttir, Seðlabanka Íslands
IFLA 2007 í Durban, Suður-Afríku eða NORD I&D í Stokkhólmi

Guðrún Árnadóttir, Bókasafni Kópavogs
Fræðsluferð og NORD I&D í Stokkhólmi

Gunnhildur Loftsdóttir, Bókasafni Seltjarnarness
Fræðsluferð til Kaupmannanhafnar og Malmö


Hafdís Sigurjónsdóttir Bókasafni Stokkseyrar
Fræðsluferð til Stokkhólms

Hallfríður Baldursdóttir, Lbs – Hbs
IFLA 2007 í Durban, Suður-Afríku

Helga Zoega, Bókasafni Kópavogs
Fræðsluferð og NORD I&D í Stokkhólmi

Hólmfríður  Gunnlaugsdóttir, Borgarbókasafni – Gerðubergssafni
Ráðstefna í Stokkhólmi

Hrafn Andrés Harðarson Bókasafni Kópavogs
Fræðsluferð til Stokkhólms

Inga Kristjánsdóttir, Bókasafni Kópavogs
Fræðsluferð og NORD I&D í Stokkhólmi

Ingibjörg St. Sverrisdóttir, Lbs – Hbs
IFLA 2007 í Durban, Suður-Afríku

Jóhanna Kristinsdóttir, Bæjar- og héraðsbókasafninu Selfossi
Fræðsluferð til Stokkhólms

Kolbrún Andrésdóttir, Bókasafni Kópavogs
Fræðsluferð og NORD I&D í Stokkhólmi

Margrét I. Ásgeirsdóttir, Bæjar- og héraðsbókasafninu Selfossi
Fræðsluferð til Stokkhólms


Margrét Sigurgeirsdóttir, Bókasafni Kópavogs
Fræðsluferð til Stokkhólms

Margrét St. Kristinsdóttir, Bókasafni UMFE, Eyrarbakka
Fræðsluferð til Stokkhólms


Rósa Traustadóttir, Bæjar- og héraðsbókasafninu Selfossi
Fræðsluferð til Stokkhólms


Unnur Kristinsdóttir, Bókasafni Kópavogs
Fræðsluferð og NORD I&D í Stokkhólmi


Þóra Kristín Sigvaldadóttir, Fjölbrautaskólanum við Ármúla
Skólaheimsókn í Berlín

Sjóðsstjórn hvetur þá sem ekki fengu styrk að sækja um aftur að ári.